Fundur EDPB í nóvember
26. nóvember 2021
57. fundur ráðsins var haldinn 18. nóvember 2021 í Brussel. Helstu atriði á dagskrá voru:
Lagt er upp með þrjú viðmið séu uppfyllt til vinnsla teljist til flutnings:
gagnaútflytjandi (ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili) fellur undir gildissvið persónuverndarreglugerðarinnar vegna vinnslunnar,
gagnaútflytjandi sendir eða gerir persónuupplýsingarnar aðgengilegar aðila sem flytur gögnin inn (annar ábyrgðaraðili, sameiginlegur ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili);
gagnainnflytjandinn er í þriðja landi eða er alþjóðleg stofnun.
Auk þess er leiðbeiningunum ætlað að samræma þá túlkun sem lögð er í hugtakið flutningur
Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á þrjú atriði sem skoða þarf sérstaklega:
Skort á vernd á grundvallarréttindum og frelsi einstaklinga
Brotakennt eftirlit
Hætta á ósamræmi
Í yfirlýsingunni er ítrekuð krafa ráðsins um að banna skuli hvers kyns notkun gervigreindar fyrir sjálfvirka auðkenningu á lífkennaupplýsingum á svæðum sem eru aðgengileg almenningi. Þá er löggjafinn einnig hvattur til að afnema einstaklingsmiðaðar auglýsingar í áföngum og að almennt bann ætti að vera við því að búin séu til persónusnið um börn.