Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Fundur EDPB í febrúar

1. mars 2022

Merki - Persónuvernd

60. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) var haldinn 24. febrúar sl.

Helstu atriði sem voru rædd og samþykkt á fundinum voru:

  • Svar til LIBE-þingnefndarinnar varðandi aðra viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um netglæpi (e. Cybercrime Convention). Um leið og EDPB fagnar þeim verndarráðstöfunum sem getið er í bókuninni, svo sem ákvæðum um eftirlit, er jafnframt lögð áhersla á að verndarstig persónuupplýsinga sem fluttar eru til þriðju landa skuli jafngilda því verndarstigi sem haft er við innan ESB. Auk þess er mælt með því að aðildarríki áskilji sér rétt til að birta yfirvöldum í þriðju ríkjum ekki ákveðnar tegundir gagna, heldur beina fyrirspurnum í ríkara mæli til dómstóla ESB og tryggja þannig ríkari aðkomu þeirra í yfirferð slíkra beiðna. Bréfið má lesa hér í heild sinni.

  • Eftir almennt samráð samþykkti EDPB lokaútgáfu af leiðbeiningum um hátternisreglur sem tæki til flutnings, að teknu tilliti til athugasemda sem fengust frá hagsmunaaðilum.

  • Bréf til framkvæmdastjórnar ESB um skaðsemisábyrgð við notkun gervigreindar. Í bréfinu fagnar EDPB því frumkvæði framkvæmdastjórnarinnar að aðlaga reglur um skaðsemisábyrgð að stafrænni þróun og notkunar gervigreindar. EDPB telur mikilvægt að styrkja skaðsemisábyrgð þeirra aðila sem nota gervigreind við veitingu þjónustu, þannig að vinnsluaðilar og ábyrgðaraðilar geti treyst þeim. Þá ætti að ávallt að vera hægt að útskýra kerfið sem gervigreindin byggir á en einnig ættu kerfin að vera með innbyggt öryggi í hönnun sinni sem endist út líftíma gervigreindarkerfisins sjálfs.

Fréttatilkynning EDPB

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820