Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Forstjóri Persónuverndar á Privacy Symposium í Feneyjum

21. apríl 2023

Forstjóri Persónuverndar á Privacy Symposium í Feneyjum

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, flutti erindi og tók þátt í pallborðsumræðum á Privacy Symposium-ráðstefnunni í Feneyjum sem fer fram dagana 17.-21. apríl.

Umfjöllunarefnið var Evrópuráðssamningur nr. 108+ en yfirskrift málstofunnar var Lærdómur og ráðleggingar frá aðildarríkjum (Convention 108: Lessons Learned and Advices from Ratifying Countries).

Í erindi sínu fór Helga yfir reynslu Persónuverndar af samstarfi á grundvelli samningsins og gagnsemi leiðbeininga sem unnar hafa verið á þeim vettvangi. Þá kom fram í erindi Helgu að áhersla hefði verið lögð á mikilvægi persónuverndar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og í nýuppfærðri þjóðaröryggisstefnu Íslands.

Með Helgu í panel voru fulltrúar frá Finnlandi, Ítalíu, Sviss, Marokkó og Senegal.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820