Evrópska persónuverndarráðið hvetur til ábyrgrar notkunar gervigreindar
19. desember 2024
Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) gaf út þann 18. desember sl. álit um notkun persónuupplýsinga við þróun og notkun gervigreindarlíkana.
Í álitinu er m.a. fjallað um hvenær skilgreina megi gervigreindarlíkön sem nafnlaus (e. anonymous), við hvaða aðstæður megi byggja þróun og notkun þeirra á lögmætum hagsmunum og hvað gerist ef vinnsla persónuupplýsinga við þróun gervigreindarlíkan er metin ólögmæt.
Markmið með álitinu, sem írska persónuverndarstofnuninni óskaði eftir, er að samræma reglur um gervigreind innan Evrópu.