Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Evrópska persónuverndarráðið gefur út tvö álit tengd jafngildisákvörðun vegna flutnings persónuupplýsinga til Bretlands

22. október 2025

Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) hefur gefið út tvö álit á drögum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að ákvörðun um framlengingu jafngildisákvörðunar vegna flutnings persónuupplýsinga til Bretlands.

Framkvæmdastjórnin óskaði eftir áliti EDPB á grundvelli almennu persónuverndarreglugerðarinnar (GDPR) og löggæslutilskipunarinnar (LED) en fyrri jafngildisákvörðun rennur út í desember 2025. Framlenging gildistíma jafngildisákvörðunarinnar mun gera stofnunum og fyrirtækjum kleift að flytja áfram persónugreinanleg gögn til Bretlands á þeim grundvelli, án annarra ráðstafana.

Var það álit EDPB að sum atriði draganna kölluðu á frekari athugun, m.a. hvað varðaði valdheimildir embættismanna (nánar tiltekið Secretary of State), reglur í Bretlandi varðandi skoðun á fullnægjandi vernd í þriðju löndum og breytingar á uppbyggingu bresku persónuverndarstofnunarinnar (Information Commissioner‘s Office – ICO) og valdi stofnunarinnar, auk annars. Að auki bendir EDPB sérstaklega á opnari nálgun á sjálfvirka ákvarðanatöku og mikilvægi mannlegrar íhlutunar.

EDPB fagnar því að eftirlitskerfi með löggæsluyfirvöldum er að mestu óbreytt. Sambærilegar athugasemdir eru þó t.d. gerðar hvað varðar flutning persónuupplýsinga til þriðju ríkja sem og sjálfvirka ákvarðanatöku, og er mikilvægi mannlegrar íhlutunar áréttað. Bendir ráðið á að nauðsynlegt sé að framkvæmdastjórnin fylgist náið með beitingu nýrra valdheimilda og þeim úrræðum sem einstaklingar hafa samkvæmt breska persónuverndarregluverkinu.

Sjá nánar á vef EDPB

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820