Er persónuverndarfulltrúi á þínum vinnustað?
20. mars 2024
Persónuverndarfulltrúi á að vera til staðar hjá öllum stofnunum, ráðuneytum og sveitarfélögum og ákveðnum fyrirtækjum. Hann hefur það hlutverk að fylgjast með því að fyrirtæki og stofnanir fari að persónuverndarlögum.
Persónuverndarfulltrúi aðstoðar fyrirtæki, ráðuneyti eða stofnunina við að sinna innra eftirliti, upplýsa og ráðleggja vegna persónuverndarlöggjafarinnar, veita ráðgjöf við framkvæmd mats á áhrifum á persónuvernd. Þá er hann tengiliður við einstaklinga og Persónuvernd.
Persónuverndarfulltrúinn þarf að vera sjálfstæður, sérfræðingur í persónuverndarlöggjöfinni, hafa fullnægjandi aðstöðu og mannafla og hafa beinan aðgang að æðstu yfirstjórn.
Birta skal samskiptaupplýsingar persónuverndarfulltrúans og senda Persónuvernd þær.
Nánari upplýsingar um verkefni, ábyrgð og skilyrði persónuverndarfulltrúa má finna á hérá vefsíðu Persónuverndar.