EDPS gefur út uppfærðar leiðbeiningar um notkun spunagreindar hjá stofnunum Evrópusambandsins
29. október 2025
Evrópska persónuverndarráðið (EDPS) hefur gefið út uppfærðar leiðbeiningar um notkun spunagreindar og vinnslu persónuupplýsinga hjá stjórnsýslueiningum Evrópusambandsins (EUIs). Uppfærslan endurspeglar hraða þróun tækninnar og þær áskoranir sem spunagreind hefur í för með sér.

Uppfærðar leiðbeiningar byggja á endurgjöf frá EUIs og er ætlað að veita skýrari leiðbeiningar fyrir ábyrga þróun og notkun spunagreindar.
Í leiðbeiningunum er meðal annars að finna uppfærða skilgreiningu á spunagreind, leiðbeiningar um ákvörðun hlutverks EUIs og upplýsingar um lagalegan grundvöll vinnslunnar ásamt fræðslu um meðferð réttinda hins skráða þegar spunagreind er notuð.
EDPS gefur leiðbeiningarnar út sem eftirlitsstofnun á grundvelli persónuverndarlöggjafarinnar (GDPR) en ekki sem markaðseftirlitsyfirvald samkvæmt gervigreindarlöggjöfinni (AI act)
Sjá nánar á vefsíðu EDPS.
