EDPB samþykkir fyrsta álit sitt um vottunarviðmið almennu persónuverndarreglugerðinnar
3. febrúar 2022
Á fundi sínum 2. febrúar samþykkti Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) álitum drög að GDPR-CARPA vottunarkerfinu sem persónuverndarstofnun Lúxemborgar lagði fyrir ráðið til samþykktar. Álitið miðar að því að tryggja samræmi milli persónuverndarstofnana á Evrópska efnahagssvæðinu, en vottunarkerfið á að hjálpa ábyrgðaraðilum og vinnsluaðilum að sýna fram á að ráðstafanir þeirra vegna persónuverndar séu í samræmi við almennu persónuverndarreglugerðina (GDPR). Í álitinu telur EDPB að þörf sé á ýmsum breytingum á drögunum en þegar það verður samþykkt verður því bætt við skrá yfir vottunarkerfi og persónuverndarinnsigli skv. 8. mgr. 42. gr. persónuverndarreglugerðarinnar.