Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

EDPB samþykkir álit á drögum að jafngildisákvörðun ESB fyrir S-Kóreu

29. september 2021

Merki - Persónuvernd

Á fundi sínum þann 27. september sl. samþykkti Evrópska persónuverndarráðið (e. EDPB) álit á drögum framkvæmdastjórnar ESB um jafngildisákvörðun fyrir S-Kóreu. Í álitinu er annars vegar áhersla lögð á almenna þætti persónuverndarreglugerðarinnar og hins vegar á aðgengi opinberra yfirvalda að gögnum sem flutt eru frá EES til S-Kóreu.

Í álitinu er komist að þeirri niðurstöðu að samræmi sé á milli lykilþátta persónuverndarreglugerðarinnar og regluverks S-Kóreu um vernd persónuupplýsinga. Má þar nefna ákvæði er fjalla um:

- skilgreiningar á hugtökum (t.d. persónuupplýsingar; vinnsla; skráður einstaklingur),- lögmæta vinnslu,- takmörkun tilgangs,- varðveislu gagna, öryggi og trúnað, og- gagnsæi.

Hvað varðar aðgang opinberra yfirvalda að persónuupplýsingum sem fluttar eru frá EES til S-Kóreu bendir EDPB á að persónuverndarlöggjöf S-Kóreu gildi einnig um vinnslu persónuupplýsinga í þágu löggæslu, án takmarkana. Hins vegar sé vinnsla persónuupplýsinga á sviði þjóðaröryggis undanskilin tilteknum ákvæðum löggjafarinnar, þó þannig að fara þurfi að meginreglum og tryggja þurfi grundvallarréttindi einstaklinga.

Loks er EDPB sammála því mati framkvæmdastjórnar ESB að S-Kórea búi yfir sjálfstæðu og virku eftirlitskerfi með löggjöfinni.

Álit EDPB (á ensku)Fréttatilkynning EDPB

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820