EDPB og framkvæmdastjórn ESB samþykkja sameiginlegar leiðbeiningar um samspil reglugerðar um rafræna markaði (DMA) og GDPR.
9. október 2025
EDPB og framkvæmdastjórn ESB hafa samþykkt fyrstu sameiginlegu leiðbeiningarnar um samspil GDPR við aðrar reglugerðir. Vinna er hafin við að skýra samspil fleiri reglugerða og GDPR.

Markmið leiðbeininganna er að samræma framkvæmd milli reglugerðanna. Einnig er leitast eftir að auka skilning viðeigandi aðila á skyldum sínum og réttindum samkvæmt DMA ásamt því að tryggja samræmda og skilvirka beitingu DMA á sama tíma og ákvæði GDPR eru virt.
Bæði GDPR og DMA miða að því að vernda einstaklinga í stafrænu umhverfi. Gerðirnar styðja við hvor aðra í markmiðum sínum: að gæta að réttindum einstaklinga og friðhelgi einkalífs samkvæmt GDPR og sanngirni og samkeppnishæfni stafrænna markaða samkvæmt DMA.
Mörg atriði sem falla undir DMA fela í sér vinnslu á persónugreinanlegum upplýsingum ásamt því að nokkur ákvæði vísa beint í skilgreiningar og hugtök GDPR. Leiðbeiningunum er ætlað að skýra hvernig hægt er að innleiða ákvæði DMA í samræmi við ákvæði GDPR s.s. varðandi kröfur um sérstakt val (e. specific choice) og gilt samþykki (e. valid consent). Í leiðbeiningunum er einnig fjallað um önnur ákvæði svo sem ákvæði sem tengjast dreifingu forrita, flytjanleiki gagna, beiðni um aðgang að gögnum og samvirkni (e. interoperability) skilaboðaþjónusta.
Sjá fréttatilkynningu EDPB hér: DMA and GDPR: EDPB and European Commission endorse joint guidelines to clarify common touchpoints | European Data Protection Board
Leiðbeiningarnar má finna hér: Joint Guidelines on the Interplay between the Digital Markets Act and the General Data Protection Regulation | European Data Protection Board
