Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Börnum í Bandaríkjunum undir 14 ára aldri bannað að nota samfélagsmiðla

4. apríl 2024

Merki - Persónuvernd

Löggjafarþing Flórídaríkis hefur samþykkt lög sem bannar börnum undir 14 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Börn sem hafa náð 14 og 15 ára aldri þurfa að fá sérstakt leyfi foreldra sinna til að búa til notandareikning. Við gildistöku laganna 1. júlí nk. munu fyrirtæki eins og Facebook, Instagram og TikTok þurfa að loka reikningum þeirra barna sem ekki uppfylla skilyrði hinna nýju laga og eyða persónuupplýsingum þeirra.

Þá er með umræddum lögum einnig lögfest skylda fyrirtækja sem birta eða dreifa efni sem telst skaðlegt börnum undir 18 ára aldri að hindra aðgang þeirra að efninu með aldursstaðfestingu. Einkum er horft til fyrirtækja sem heimila notendum að hlaða upp efni, fylgjast með öðrum notendum, nota algrím við val á efni og þau sem hafa ávanabindandi virkni. Skilaboða- og tölvupóstforrit sem og fréttaveitur eru undanþegin lögunum.

Lögin hafa mætt töluverðri gagnrýni og búist er við að látið verða reyna á stjórnarskrárvarinn rétt barnanna til málfrelsis fyrir bandarískum dómstólum.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820