Þessi frétt er meira en árs gömul
Álit um miðlun tiltekinna stjórnvalda á persónuupplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn til embættis landlæknis
27. nóvember 2020
Persónuvernd veitti embætti landlæknis álit um að heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisþjónustu hvers konar væri heimilt að miðla persónuupplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn, þ.á.m. upplýsingum um refsiverða háttsemi og viðkvæmar persónuupplýsingar til embættisins þannig að það geti sinnt eftirlitshlutverki sínu með heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisþjónustu í almannaþágu. Í álitinu kemur annars vegar fram að miðlun lögbærra yfirvalda á persónuupplýsingum heilbrigðisstarfsmanna í fyrrgreindum tilgangi gæti samrýmst lögum nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Hins vegar gæti miðlun annarra embætta, stofnana og stjórnvalda á upplýsingum um heilbrigðisstarfsmenn samrýmst lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

