Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Ábending Persónuverndar vegna vinnslu Meta á símamyndum

13. ágúst 2025

Nýlega hleypti samfélagsmiðillinn Facebook af stokkunum eiginleika sem fer í gegnum myndir á símanum og stingur upp á færslum til að setja inn á samfélagsmiðilinn.

Forrit samfélagsmiðilsins velur sjálfvirkt myndir eða myndbönd af símanum og sendir þær yfir á miðlara Facebook. Í kjölfarið eru myndirnar unnar með gervigreind til að birta uppástungur að færslum í „Story“. Þetta er gert án þess að notandinn hafi sett myndirnar eða myndböndin sérstaklega inn á samfélagsmiðilinn til birtingar þar.

Þar sem um getur verið að ræða töluvert inngrip í einkalíf fólks, og þar sem Persónuvernd hafa borist ábendingar um að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir því að kveikt hafi verið á þessum eiginleika, vill Persónuvernd gefa leiðbeiningar um hvernig slökkva skal á eiginleikanum:

1. Opnið Facebook-smáforritið á símanum.

2. Ýtið á + efst á skjánum.

3. Ýtið á „Story“.

4. Í hægra horni uppi: Ýtið á „Settings“-tannhjólið.

5. Neðst er „Camera roll settings”.

6. Slökkvið á „Get camera roll suggestions when you’re browsing Facebook“ og „Custom sharing suggestions from your camera roll“.

Leiðbeiningar fyrir iPhone á síðu Facebook.

Leiðbeiningar fyrir Android-síma á síðu Facebook.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 10 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820