Miðlun sjúkraskrárupplýsinga barns. Þarf samþykki beggja foreldra?
19. janúar 2010
Persónuvernd hefur svarað almennri fyrirspurn um það hvort lækni sé heimilt að miðla hluta sjúkraskrár barns til félagsmálayfirvalda með samþykki annars foreldris. Í svarinu kemur fram að almennt nægir samþykki annars forsjárforeldris barns fyrir nauðsynlegum ákvörðunum, þ.e. ef hitt foreldrið er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum. Sé unnt að bíða með ákvörðun skuli það gert - þ.e. þar til foreldrið er ekki lengur hindrað í að sinna þeim skyldum sínum.
Svar Persónuverndar.