Sjúkraupplýsingar LSH um hjartasjúklinga varðveittar í Svíþjóð
3. febrúar 2009
Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við að persónuupplýsingar um fólk með hjartasjúkdóma verði varðveittar í sjúkrahúsi í Uppsala.
Persónuvernd gerir ekki athugasemdir við að persónuupplýsingar um fólk með hjartasjúkdóma verði varðveittar í sjúkrahúsi í Uppsala. Upplýsingarnar verða í gagnagrunni sem rekinn er í því markmiði að bæta meðferð sjúklinganna, draga úr sjúkdómseinkennum og dánartíðni og bæta nýtingu fjármuna við veitingu meðferðar.