Yfir 1.000 mál hjá Persónuvernd
12. janúar 2009
Á árinu 2008 voru alls skráð 988 ný mál. Óafgreidd erindi frá fyrra ári voru 297 þannig að alls hafði stofnunin til meðferðar 1.285 mál á árinu sem var að líða og höfðu 1.072 mál verið afgreidd fyrir lok ársins.
Á árinu 2008 voru alls skráð 988 ný mál. Óafgreidd erindi frá fyrra ári voru 297 þannig að alls hafði stofnunin til meðferðar 1.285 mál á árinu sem var að líða og höfðu 1.072 mál verið afgreidd fyrir lok ársins.
Stöðug aukning hefur orðið í fjölda innkominna erinda hjá Persónuvernd og virðist ekkert lát vera á þeirri þróun. Ný mál árið 2002 voru t.d. 606, árið 2003 voru þau 627, árið 2004 voru þau 676, árið 2005 voru þau 720 og árið 2006 voru þau 764. Nýskráð mál árið 2007 voru 904 og var það rúm 18% aukning frá árinu áður. Á sex ára tímabili frá 2002 til 2008 hefur fjöldi mála hjá Persónuvernd aukist um 63%.
Hjá Persónuvernd starfa nú auk forstjóra fjórir lögfræðingar sem sinna afgreiðslu erinda en starfsfólki hefur fækkað hjá stofnuninni þrátt fyrir vaxandi málafjölda.