Notkun á lyfjagagnagrunni Landlæknis; umboðsmaður Alþingis
5. ágúst 2008
Persónuvernd hefur borist afrit af bréfi umboðsmanns Alþingis, dags. 17. júlí 2008, til landlæknis varðandi kvörtun yfir úrskurðarnefnd almannatrygginga.
Persónuvernd hefur borist afrit af bréfi umboðsmanns Alþingis, dags. 17. júlí 2008, varðandi kvörtun vegna úrskurðarnefndar almannatrygginga. Þar er m.a. vikið að reglum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og því sendi umboðsmaður afrit af bréfinu til Persónuverndar.
Umræddur úrskurður laut að synjun Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á umsókn um lyfjaskírteini. Landlæknir hafði veitt úrskurðarnefndinni umsögn og í úrskurðinum var niðurstaða TR staðfest með vísan til þessarar umsagnar. Umsögn landlæknis hljóðaði svo: „Uppfyllir ekki skilyrðin vegna neyslu." Segir umboðsmaður að hvergi komi fram að landlækni sé heimilt að nýta aðgang að lyfjagagnagrunni í tengslum við afgreiðslu umsókna um lyfjaskírteini og leggur áherslu á að landlæknir gæti sérstaklega að þeim reglum sem gilda um aðgang að lyfjagagnagrunninum og öðrum persónuupplýsingum sem hann hefur aðgang að.