Fjarvistaupplýsingum eytt í framhaldi af úrskurði Persónuverndar
8. júlí 2008
Í framhaldi af úrskurði Persónuverndar, sem kveðinn var upp í apríl sl., um skráningu fjarvistaupplýsinga hefur Heilsuverndarstöðin (Inpro) nú eytt upplýsingum úr gagnagrunni sínum.
Í framhaldi af úrskurði Persónuverndar í máli 2007/870, um skráningu fjarvistaupplýsinga starfsstúlku á Grund, hefur Heilsuverndarstöðin (Inpro) eytt upplýsingum um stúlkuna úr gagnagrunni sínum. Þá munu nú allir starfsmenn Grundar undirrita sérstakan samning, eða viðauka við ráðningarsamning, þess efnis að þeir samþykki að tilkynna fjarvistir sínar til Heilsuverndarstöðvarinnar. Enn fremur hefur Persónuvernd fengið upplýsingar um það að gerður hafi verið nýr vinnslusamningur milli Grundar og Heilsuverndarstöðvarinnar sem verði undirritaður nú í júlí.