Beiðni Lánstrausts synjað
19. desember 2007
Persónuvernd hefur hafnað ósk Lánstrausts um víðtæka heimild til vinnslu upplýsinga um greiðsluhegðun einstaklinga.
Persónuvernd hefur hafnað ósk Lánstrausts um víðtæka heimild til vinnslu upplýsinga um greiðsluhegðun einstaklinga. Synjunin byggir einkum á því að ekki lá fyrir rökstudd niðurstaða um að hagsmunir af slíkri vinnslu vægju þyngra en hagsmunir af því að hún færi ekki fram.