Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Greiðslukvittanir frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fylgdar í sjúkraflutningum

14. nóvember 2007

Hinn 8. nóvember 2007 lauk máli varðandi greiðslukvittanir frá Tryggingastofnun ríkisins til fylgdarmanna við sjúkraflutninga.

Merki - Persónuvernd

Hinn 8. nóvember 2007 lauk máli varðandi greiðslukvittanir frá Tryggingastofnun ríkisins til fylgdarmanna við sjúkraflutninga. Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga hafði sent Persónuvernd bréf þar sem gerð var athugasemd við að slíkar kvittanir væru sendar heim til fylgdarmanna með upplýsingar skráðar á þeim um nöfn og kennitölur viðkomandi sjúklinga. Taldi heilbrigðisstofnunin það ógna öryggi þessara upplýsinga að senda þær á heimili fylgdarmannanna. Persónuvernd leitaði skýringa TR og afstöðu Sjúkraflutningaráðs. Taldi ráðið að koma ætti greiðslum til starfsmanna án þess að nöfn sjúklinga kæmu fram. Þá kom fram af hálfu TR að sú stofnun gæti fallist á að nöfn og kennitölur sjúklinga yrðu ekki á kvittununum. Í ljósi þessa taldi Persónuvernd ekki þörf á frekari umfjöllun um málið en lýsti því yfir að kannað kynni að verða síðar hvort unnið væri í samræmi við framangreind sjónarmið.

Bréf Persónuverndar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820