Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Ályktun 29. gr. starfshópsins um evrópska persónuverndardaginn

28. janúar 2007

Merki - Persónuvernd

Forstjórar evrópskra persónuverndarstofnana fagna mjög því frumkvæði Evrópuráðsins að halda evrópskan persónuverndardag, en hann verður haldinn í fyrsta skipti hinn 28. janúar árið 2007. Með því að halda slíkan dag ætlar 29. gr. starfshópurinn að vinna að því í sameiningu með Evrópuráðinu að auka vitund evrópskra borgara á persónuvernd og réttinum til friðhelgi einkalífs.

Af þeim sökum er skorað á allar stofnanir sem koma að persónuvernd, opinberar og einkareknar, að taka virkan þátt í deginum og þessari vitundarvakningu. Í framtíðinni verður þessi dagur haldinn árlega í vikunni í kringum 28. janúar þar sem á þeim degi var gerður Evrópuráðssamningur nr. 108 frá 1981 um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga. Með gerð þess samnings ítrekuðu Evrópuþjóðir skuldbindingu sína til að gera ráðtafanir til þess að tryggja að vernd réttinda og mannfrelsis, einkum einkalífsréttar, gagnvart vélrænni vinnslu persónuupplýsinga.

Á tímum sínálægrar upplýsingavinnslu er þetta frumkvæði kjörið tilefni til þess að leiða í ljós og skapa skilning á því hversu mikilvæg einkalífsverndin er í lýðræðisþjóðfélagi. Forstjórar evrópskra persónuverndarstofnana eru því heilshugar fylgjandi þessu frumkvæði og vilja eindregið hvetja alla sem koma að persónuvernd til þess að beina athygli fólks að mikilvægi einkalífsverndar með því að koma betri upplýsingum um þessi grundvallarréttindi á framfæri við almenning. Allar tillögur, s.s. um opið hús, fyrirlestrahald, fyrirspurnatíma, verðlaunasamkeppnir, upplýsingaherferðir sem snúa að tilteknum markhópum (s.s. ungu fólki, ferðamönnum, sjúklingum) í samvinnu við fjölmiðla o. s. frv. eru vel þegnar.

Í framtíðinni munu forstjórar evrópskra persónuverndarstofnana halda áfram samvinnu við Evrópuráðið til þess að persónuverndardagurinn verði sem best heppnaður og til þess að sýna fram á að grundvallarréttindum, einkum grundvallarréttinum til friðhelgi einkalífs, er best vörn veitt með því að starfrækja sjálfstæðar persónuverndarstofnanir.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820