Breyting á reglum nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga
18. desember 2006
Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 30. nóvember sl. var ákveðið að breyta 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.
Á fundi stjórnar Persónuverndar þann 30. nóvember sl. var ákveðið að breyta 4. tölul. 1. mgr. 7. gr. reglna nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga.
Hingað til hefur söfnun og miðlun persónuupplýsinga um fjárhagsstöðu og lánstraust einstaklinga ávallt verið háð leyfi Persónuverndar. Með breytingu á framangreindu ákvæði reglnanna hefur verið gerð undantekning á leyfisskyldunni ef vinnsla persónuupplýsinga fer aðeins fram í þágu tölfræðilegs mats á lánshæfi einstaklinga, þ.e. til vinnslu lánshæfiseinkunnar, og byggir á upplýstu og óþvinguðu samþykki hinna skráðu.
Reglurnar voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda í dag og verða því bindandi á morgun, 19. desember, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.