Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Úttektum á læknastöðvum lokið

13. október 2006

Merki - Persónuvernd

Hinn 29. ágúst 2006 lauk Persónuvernd úttektum á öryggi vinnslu persónuupplýsinga hjá Læknastöðinni ehf., Læknasetrinu ehf. og Stoðkerfi ehf. Tilefni úttekta hjá þessum aðilum var að í starfi læknastöðva safnast upp mikið magn viðkvæmra persónuupplýsinga sem mikilvægt er að njóti fullnægjandi öryggis.

Skrifleg gögn, sem læknastöðvarnar lögðu fram um öryggiskerfi sitt, voru rýnd og ennfremur framkvæmdar vettvangsathuganir. Unnar voru skýrslur um niðurstöður þessa. Á grundvelli þessara skýrslna og að virtum athugasemdum frá hlutaðeigandi læknastöðum var málunum lokið.

Niðurstöður Persónuverndar voru tvíþættar. Þær lutu annars vegar að því hvort uppfyllt væru fyrirmæli laga um gerð skriflegrar lýsingar á öryggiskerfi. Hins vegar lutu þær að því hvort að í raun væru gerðar nægilegar öryggisráðstafanir. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að hjá tveimur aðilum væri upplýsingaöryggi fullnægjandi en hjá einum aðila ekki. Byggðist sú niðurstaða einkum á því að þar voru sjúkraskrár geymdar í opnum hillum á svæði sem gestir komust inn á, og m.a. á gangi, sem liggur að kaffistofu starfsmanna.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820