Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Verklag við sendingu læknabréfa

6. október 2006

Merki - Persónuvernd

Á vormánuðum barst Persónuvernd erindi vegna meðhöndlunar á læknabréfi. Í tilefni þess sendi stofnunin Landlæknisembættinu bréf þar sem óskað var upplýsinga um hvort embættið hefði gefið út leiðbeiningar, sett reglur eða beint almennum tilmælum til lækna um verklag við sendingu læknabréfa. Væri þeim ekki að dreifa var óskað afstöðu embættisins til þess hvort fyrirhugað væri að gefa út slíkar leiðbeiningar.

Í svarbréfi Landlæknisembættisins er tekið undir mikilvægi þess að aðgát sé höfð við meðferð læknabréfa, og að þess megi vænta að heilsugæslan í Reykjavík muni skerpa á aðgangsreglum og notendareglum hjá heilsugæslunni. Hyggst hún vinna það í tengslum við Persónuvernd og landlæknisembættið.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820