Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Nýjar reglur um rafræna vöktun og breyting á reglum um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu

5. október 2006

Merki - Persónuvernd

Í dag voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda nýjar reglur um rafræna vöktun og reglur um breytingu á reglum nr. 698/2004 um tilkynningarskylda og leyfisskylda vinnslu persónuupplýsinga. Reglurnar verða því bindandi á morgun, 6. október, sbr. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.

Hinar nýju reglur um rafræna vöktun fela ekki í sér grundvallarbreytingar, en er ætlað að einfalda og skýra gildandi leikreglur, auk þess að taka mið af þeirri reynslu sem komin var á eldri reglur um rafræna vöktun, nr. 888/2004.

Breyting á reglum nr. 698/2004 snýr að 2. mgr. 5. gr. reglnanna og felur m.a. í sér það nýmæli að vinnsla persónuupplýsinga með kerfisbundinni hljóðritun símtala er ávallt tilkynningarskyld.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820