Dagbækur grunnskólabarna
28. febrúar 2005
Persónuvernd barst fyrirspurn um hvort heimilt væri, við færslur í dagbækur nemenda, að nafngreina fleiri en þann tiltekna nemanda sem dagbókin tilheyrir. Var sérstaklega vísað til þess að foreldrar eigi rétt á að sjá hvað skrifað er um börn þeirra. Persónuvernd skildi erindið því þannig að spurt væri hvort sú vinnsla persónuupplýsinga, sem felst í því að veita foreldrum aðgang að dagbókarfærslum þar sem önnur börn en þeirra eigin eru nafngreind, sé heimil og standist ákvæði laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.