SMS-áreiti
24. maí 2005
Persónuvernd barst fyrirspurn í tölvupósti í tengslum við hönnunarverkefni sem ætlað er að taka á áreiti með sms-sendingum. Hugmyndin gengur út á að einstaklingur sem verður fyrir áreiti með sms-sendingum geti látið símafyrirtæki vita með því að áframsenda sms-skeytið í ákveðið símanúmer, látið loka fyrir sendingar úr númerinu sem skeytið kom frá í ákveðinn tíma og símafyrirtækið fylgist síðan með frekari sendingum. Einstaklingurinn sem sendir skeytin er látinn vita að fylgst sé með honum og að áreitið verði tilkynnt til lögreglu ef það heldur áfram. Ef áreitið heldur áfram og send hafa verið 10 sms-skeyti frá viðkomandi eru þau afhent lögreglu.
Svarbréf Persónuverndar er birt hér.