Afhending gagna um utanlandsferðir stjórnarmanna stofnunar
25. júlí 2005
Persónuvernd barst fyrirspurn um það hvort Persónuvernd teldi stofnun skylt að veita tilteknar upplýsingar um ferðalög á vegum stjórnar, og þá jafnframt hvort heimilt væri að veita fyrirspyrjanda þessar upplýsingar. Nánar tiltekið var um að ræða upplýsingar um kostnað við ferðir, gögn sem sýna sundurliðun kostnaðar stjórnarmanna annars vegar og maka stjórnarmanna hins vegar og upplýsingar um dagpeninga stjórnarmanna og maka þeirra, fargjöld, ráðstefnugjöld og hótelkostnað.
Svarbréf Persónuverndar er að finna hér.