Útgáfa leyfa í tengslum við kaup ÍE á hlutafé í UVS
11. janúar 2006
Persónuvernd fékk þann 8. desember 2005 erindi frá Urði, Verðandi, Skuld ehf. (UVS) og Íslenskri erfðagreiningu ehf. ÍE) um það með hvað hætti standa bæri að meðhöndlun persónuupplýsinga sem til hafa orðið í krabbameinsrannsóknum á vegum þessara aðila, ef til þess kæmi að ÍE myndi festa kaup á hlutfé UVS og félögin eftirleiðis hafa samvinnu um framkvæmd rannsóknanna.<br>
11. janúar
Persónuvernd fékk þann 8. desember 2005 erindi frá Urði, Verðandi, Skuld ehf. (UVS) og Íslenskri erfðagreiningu ehf. ÍE) um það með hvað hætti standa bæri að meðhöndlun persónuupplýsinga sem til hafa orðið í krabbameinsrannsóknum á vegum þessara aðila, ef til þess kæmi að ÍE myndi festa kaup á hlutfé UVS og félögin eftirleiðis hafa samvinnu um framkvæmd rannsóknanna.
Í framhaldi af því hefur:
UVS tilkynnt að félagið muni fela Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna (ÞR), sem til þessa hefur aðeins unnið fyrir ÍE, að annast dulkóðun persónuauðkenna á lífsýnum og persónuupplýsingum fyrir UVS.
UVS tilkynnt að félagið muni semja við Íslenska erfðagreiningu ehf. (ÍE) um að annast verklega framkvæmd rannsókna á vegum UVS. Er hér m.a. átt við vinnslu lífsýna, arfgerðargreiningar og tölulega úrvinnslu gagna.
Persónuvernd borist umsókn ÍE og UVS, dags. 19. desember 2005, um leyfi til að mega samkeyra skrár með persónuupplýsingum um fólk sem tekið hefur þátt í krabbameinsrannsóknum á þeirra vegum. Nánar til tekið er átt við skrár sem hafa að geyma heilsufarsupplýsingar, lífsýnaupplýsingar, ættfræðiupplýsingar, erfðaupplýsingar og mæliniðurstöður úr umræddum krabbameinsrannsóknum, en upplýsingarnar eru auðkenndar með dulkóðuðum kennitölum. Persónuvernd hefur gefið út umbeðið samkeyrsluleyfi. Er það birt hér.
Persónuvernd borist umsóknir frá ÍE og UVS , dags. 19. desember 2005, um leyfi til aðgangs að lífsýnasöfnum hvors annars í þágu rannsókna á erfðum krabbameinssjúkdóma. Persónuvernd hefur gefið út umbeðin leyfi til aðgangs að lífsýnasöfnum. Eru þau birt hér: 1 og 2.