Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Úttektum á ráðningarþjónustum lokið

16. júní 2006

Merki - Persónuvernd

16. júní 2006

Hinn 16. júní 2006 lauk Persónuvernd úttektum á öryggi vinnslu persónuupplýsinga hjá Hagvangi ehf., IMG Mannafli – Liðsauka og STRÁ MRI Starfsráðningu ehf. (STRÁ). Tilefni úttekta hjá þessum ráðningarþjónustum var að í starfi slíkra þjónustna getur safnast upp mikið magn persónuupplýsinga sem sumar geta verið viðkvæms eðlis og mikilvægt öryggi þeirra sé fullnægjandi.

Persónuvernd rýndi þau gögn sem ráðningarþjónusturnar lögðu fram um öryggiskerfi sín. Þar voru framkvæmdar vettvangsathuganir og unnar voru skýrslur. Á grundvelli þeirra og að virtum athugasemdum frá hlutaðeigandi ráðningarstofum var málunum lokið með formlegum niðurstöðum.

Niðurstöðurnar voru tvíþættar. Þær lutu annars vegar að því hvort uppfyllt væru fyrirmæli laga um gerð skriflegra gagna um öryggiskerfi. Hins vegar lutu þær að því hvort viðhafðar væru viðhlítandi öryggisráðstafanir. Eftir að hafa skoðað öryggiskerfi umræddra ráðningarþjónustna komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öryggi vinnslunnar væri fullnægjandi hjá Hagvangi ehf. og IMG Mannafli – Liðsauka. Þá varð ekki fullyrt að öryggismálum væri ábótavant hjá STRÁ. Var leiðbeint um tilteknar úrbætur á öryggiskerfum allra ráðningarþjónustnanna.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820