Um upplýst samþykki til aðgangs að sjúkraskrám
8. maí 2006
Hinn 27. febrúar sl. kvað stjórn Persónuverndar upp úrskurð í máli er varðaði aðgang læknis að sjúkraskrá í tengslum við vinnslu álitsgerðar vegna bótamáls. Varð niðurstaðan sú að ekki hefði legið fyrir upplýst samþykki fyrir aðgangi að sjúkraskránni í skilningi laga nr. 77/2000 og hefði lækninum því verið óheimilt að fara í hana í umrætt sinn.
Í tilefni af málinu ákvað Persónuvernd að rita Læknafélagi Íslands, Lögmannafélags Íslands og Sambandi íslenskra tryggingafélaga bréf um upplýst samþykki til uppflettinga í sjúkraskrám.
Bréfið er birt hér.