Fréttatilkynning, 2. september 2002
2. september 2002
Persónuvernd vísar á bug ásökunum Íslenskrar erfðagreiningar ehf. um að gagnagrunni á heilbrigðissviði sé haldið í gíslingu stofnunarinnar. Staðreyndir málsins eru þær að nýjar hugmyndir ÍE ehf., um breytingu á hönnun gagnagrunnsins, voru kynntar óformlega á fundi sem haldinn var 28. febrúar 2002. Formlegt erindi, þar sem óskir ÍE ehf. voru útskýrðar, var hins vegar ekki sent Persónuvernd fyrr en með bréfi dags. 13. mars 2002. Níu dögum síðar ákvað stjórn Persónuverndar að óska eftir afstöðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins til erindisins, þar sem það væri ekki á forræði stofnunarinnar að taka afstöðu til tillagnanna. Efnislegt svar ráðuneytisins barst með bréfi dags. 22. ágúst 2002. Persónuvernd skilur bréf ráðuneytisins svo að fyrirliggjandi breytingartillögur ÍE ehf. rúmist innan rekstrarleyfisins og gangi ekki gegn lögum og reglugerð um málið. Stjórn Persónuverndar hefur í tilefni af svarinu, á fundi sínum í dag, ákveðið að láta fara fram athugun á því hvort og þá með hvaða hætti hægt er að tryggja öryggi gagnagrunnsins í ljósi framkominna breytingartillagna