Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Samræmd norræn úttekt á meðferð persónuupplýsinga um starfsumsækjendur

9. nóvember 2004

Hinn 2. nóvember 2004 lauk Persónuvernd fyrir sitt leyti verkefni sem ákveðið var á fundi forstjóra norrænu persónuverndarstofnanna hinn 20. og 21. nóvember 2003.

Merki - Persónuvernd

Hinn 2. nóvember 2004 lauk Persónuvernd fyrir sitt leyti verkefni sem ákveðið var á fundi forstjóra norrænu persónuverndarstofnanna hinn 20. og 21. nóvember 2003. Ákvörðunin laut að því að í hverju Norðurlandanna, þ.e. á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, skyldi kanna meðferð persónuupplýsinga um starfsumsækjendur hjá þremur aðilum. Að því loknu skyldi samin sameiginleg skýrsla þar sem fram kæmi hvert umfang vinnslu upplýsinganna væri og hvort unnið væri í samræmi við lög. Sú skýrsla verður birt hér á heimasíðunni þegar hún er fullgerð. Hér á landi voru valdir þrír aðilar og er hér unnt að nálgast skýrslur um þá. Þessir aðilar eru: Securitas ,Actavis og Tollstjóraembættið.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820