Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Heimsókn mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins

5. júlí 2005

Merki - Persónuvernd

Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Alvaro Gil-Robles, kom í heimsókn til Persónuverndar ásamt sendinefnd sinni, þ.e. Manuel Lezertua, forstjóra skrifstofu mannréttindafulltrúans, og Lauri Sivonen. Þá voru með í för Ásgerður Ragnarsdóttir úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og Sigríður Jónsdóttir úr utanríkisráðuneytinu, auk Ragnhildar G. Richter frönskutúlks. Þórður Sveinsson, lögfræðingur, flutti stuttan fyrirlestur um Persónuvernd og starfsemi hennar, sem og mál sem hafa verið í deiglunni nýlega. Þá svaraði Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri, spurningum mannréttindafulltrúans um hin ýmsu málefni.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820