Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Aukinn aðgangur að persónuupplýsingum um skjólstæðinga Reykjavíkurborgar

19. maí 2006

Merki - Persónuvernd

Að undanförnu hafa fjölmiðlar fjallað um aukinn aðgang að persónuupplýsingum um skjólstæðinga Reykjavíkurborgar. M.a. sagði í fréttum RÚV 17. maí sl. að Persónuvernd hefði lagst gegn honum, en í fréttum RÚV í dag, 19. maí, var rætt við starfsmann Reykjavíkuborgar sem sagði hins vegar að Reykjavíkurborg hefði leitað álits Persónuverndar og hún veitt "ansi víðar heimildir."

Því hafa komið fram misvísandi skilaboð og af því tilefni vill Persónuvernd koma eftirfarandi á framfæri:

Umfjöllun Persónuverndar hefur einungis falist í því að veita almenna leiðsögn um það lagaumhverfi sem líta ber til, benda á að í mörgum tilvikum þurfi upplýst samþykki þegar aðgangur að upplýsingum sem safnað er á einu sviði þjónustumiðstöðvar er veittur öðru sviði miðstöðvarinnar og að þegar um óskyld svið innan sömu stofnunar sé aðgangsstýring mikilvæg. Bréfið er birt í heild sinn hér.

Eins og þar má sjá hefur Persónuvernd hvorki veitt heimild til vinnslunnar né tekið efnislega afstöðu gegn henni. Persónuvernd minnir á að lögum samkvæmt er það hlutverk Reykjavíkurborgar að meta hvort vinnsla persónuupplýsinga á hennar vegum eigi sér stoð í lögum. Rísi hins vegar ágreiningur um þá framkvæmd má bera hann undir Persónuvernd til úrlausnar.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugarvegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820