Þessi frétt er meira en árs gömul
Fundur norrænna persónuverndarstofnana í Reykjavík
10. maí 2016

Árlegur fundur norrænna persónuverndarstofnana verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík dagana 11.-12. maí n.k. Fundurinn er liður í samstarfi norrænna þjóða á sviði persónuverndar. Forstjórar norrænu persónuverndarstofnananna sækja fundinn ásamt lögfræðingum, eftirlitsmönnum og upplýsingatæknisérfræðingum hverrar stofnunar. Helstu umræðuefni fundarins þetta árið verða innleiðing nýrrar Evrópureglugerðar á sviði persónuverndar, persónuvernd í atvinnulífinu og vinnsla persónuupplýsinga hjá fjárhagsupplýsingastofum.
