Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Upplýsingaöryggi í sviðsljósinu - ráðstefna á Grand Hótel 28. janúar 2014

20. janúar 2014

Merki - Persónuvernd

Dr. Rey LeClerk Sveinsson og Þorvaldur Sigurðsson birtu grein í Morgublaðinu 18. janúar sl. í tilefni af alþjóðlega gagnaverndardeginum (Data Privacy Day) sem haldinn er 28. janúar ár hvert. Í greininni kemur fram að um 70% Evrópubúa viti ekki hvort eða hvernig persónugreinanleg gögn þeirra eru vernduð og að þekkingarskortur um gagnavernd á internetinu og tölvuglæpi sé heimsvandamál. Þá segir að síaukið magn af gögnum einstaklinga og fyrirtækja sé aðgengilegt á internetinu og því mikilvægt að notendur um allan heim skilji kosti og hættur þess að dreifa slíkum gögnum og þekki þau tól, tæki og vinnulag sem nota megi við að stýra og stjórna hvaða gögn eru aðgengileg á internetinu og hvernig. Á alþjóðlega gagnaverndardeginum hefur verið gert átak í að upplýsa neytendur og fyrirtæki um rétt sinn til gagnaverndar. Deloitte hyggst styðja þetta málefni með því að halda ráðstefnu í samvinnu við Samtök verslunar og þjónustu. Á ráðstefnuninni mun fagfólk í málefnum upplýsingaöryggis halda fyrirlestra um gagnaöryggi og ræða raunveruleg dæmi, goðsagnir og góða starfshætti. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hóteli þann 28. janúar n.k. kl. 8.30-11.

Sjá nánar um dagskrá ráðstefnunnar hér: http://www.deloitte.com/view/is%5FIS/is/jnusta/utradgjof/13e004a756b83410VgnVCM1000003256f70aRCRD.htm.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820