Alþjóðlegi persónuverndardagurinn - 28. janúar
28. janúar 2023
Í dag, 28. janúar 2023, er alþjóðlegi persónuverndardagurinn haldinn hátíðlegur og er það í 17. skipti. Persónuverndarstofnanir víða um heim standa fyrir ýmsum kynningum og vitundarvakningu um málefni persónuverndar í tengslum við daginn.
Persónuvernd birti í gær nýjar reglur um rafræna vöktun. Þá voru einnig birt nokkur sniðmát af merkingum fyrir rafræna vöktun og sniðmát fyrir fræðslu sem veita þarf hinum skráðu þegar rafræn vöktun er viðhöfð sem ætlað er að aðstoða ábyrgðaraðila til að fylgja kröfum löggjafarinnar um fræðsluskyldu. Þá voru einnig birtar nýjar leiðbeiningar um meðferð tölvupósts og netnotkun starfsmanna á vinnustöðum.
Í tilefni dagsins ritaði forstjóri Persónuverndar greinina „Hverjir „trakka“ okkur og börnin okkar – og hvað svo?“ sem birt var á vefsíðu Vísis 27. janúar.
Þá ritaði forstjóri einnig greinina „Hverju skilar vernd persónuupplýsinga?“.
Að lokum má nefna að Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) gaf út myndband í tilefni dagsins og hægt er að horfa á það hér: