Aukning á málafjölda milli ára hjá Persónuvernd
16. janúar 2013
Á árinu 2012 voru nýskráð mál hjá Persónuvernd alls 1489. Þá voru til afgreiðslu 250 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Til samanburðar má nefna að á árinu 2011 voru nýskráð mál alls 1397 talsins og óafgreidd erindi frá fyrra ári 190. Frá árinu 2007 hefur orðið 65% aukning á málafjölda hjá stofnuninni en á sama tíma hefur starfsmönnum stofnunarinnar fækkað.
Eftirfarandi töflur sýna einstakar tegundir nýskráðra mála 2012 og fjölda þeirra:
Tegundir
Fjöldi
Erlent samstarf
83
Frumkvæðismál
20
Fyrirspurnir/umsagnir/álit
459
Kvartanir/kærur/úrskurðir
111
Kynningar/námskeið/fyrirlestrar
37
Leyfisumsóknir
68
Mál vegna tilkynninga
551
Úttektarmál
3
Veitt leyfi
133
Annað
24
Alls
1489