Máli gegn Persónuvernd vísað frá í héraði
6. febrúar 2012
Í gær var kveðinn upp dómur í máli sem höfðað var gegn Persónuvernd. Málið varðari heimildir Seðlabanka Íslands til vinnslu persónuupplýsinga í þágu gjaldeyriseftirlits. Af hálfu stefnda Persónuverndar var bent á að hún hafði ekki gefið út neitt leyfi til Seðlabanka Íslands heldur byggðist heimild bankans á ákvæðum settra laga. Auk þess ætti stefnandi ekki aðild þar sem hann hefði ekki sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta. Á það var fallist og málinu því vísað frá dómi. Var stefnanda gert að greiða málskostnað.<br>
Í gær var kveðinn upp dómur í máli sem höfðað var gegn Persónuvernd. Málið varðari heimildir Seðlabanka Íslands til vinnslu persónuupplýsinga í þágu gjaldeyriseftirlits. Af hálfu stefnda Persónuverndar var bent á að hún hafði ekki gefið út neitt leyfi til Seðlabanka Íslands heldur byggðist heimild bankans á ákvæðum settra laga. Auk þess ætti stefnandi ekki aðild þar sem hann hefði ekki sérstakra, verulegra og lögvarinna hagsmuni að gæta. Á það var fallist og málinu því vísað frá dómi. Var stefnanda gert að greiða málskostnað.
Hér má nálgast dóm héraðsdóms í heild sinni.