Evrópski persónuverndardagurinn 2012
31. janúar 2012
Evrópski persónuverndardagurinn var haldinn 28. janúar síðastliðinn í sjötta skipti. <span>Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981.</span> <span>Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs.</span> Í tilefni dagsins sótti forstjóri Persónuverndar ráðstefnu hjá dönsku persónuverndarstofnuninni. Þá gaf Persónuvernd einnig út leiðbeiningar um hvernig stjórna skuli friðhelgisstillingum á samfélagsvefsíðunni Facebook.<br>
Evrópski persónuverndardagurinn var haldinn 28. janúar síðastliðinn í sjötta skipti. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981. Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs.
Í tilefni dagsins sótti forstjóri Persónuverndar ráðstefnu hjá dönsku persónuverndarstofnuninni. Nánar er fjallað um ráðstefnuna hér.
Þá gaf Persónuvernd einnig út leiðbeiningar um hvernig stjórna skuli friðhelgisstillingum á samfélagsvefsíðunni Facebook. Leiðbeiningarnar er að finna hér.
Enn fremur hefur framkvæmdastjórn ESB komið á fót nýrri heimasíðu af tilefni þess að gerð hafa verið opinber drög að nýrri persónuverndartilskipun. Þar er að finna ýmsan fróðleik um drögin ásamt almennum fróðleik um persónuvernd. Hana er að finna hér. Þá hefur einnig verið gefinn út bæklingur um nýja tilskipun, en hann er að finna hér.
Einnig liggja fyrir niðurstöður evrópskrar könnunar um viðhorf fólk til persónverndar og skyldra málefna. Þar kemur m.a. fram að einungis 20% telja sig hafa stjórn á upplýsingum um sig á samskiptavefsíðum og um 30% telja sig hafa stjórn á persónuupplýsingum sem tengjast viðskiptum á netinu. Niðurstöðurnar er að finna hér.