Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Leiðbeiningar Persónuverndar um friðhelgisstillingar á Facebook

30. janúar 2012

Í tilefni af Evrópska persónuverndardeginum þann 28. janúar síðastliðinn ákvað Persónuvernd að útbúa leiðbeiningar til aðstoðar einstaklingum í tengslum við persónuupplýsingar þeirra á Facebook. Friðhelgisstillingar samfélagsvefsíðunnar hafa tekið breytingum á undanförnum misserum sem gerir það að verkum að einstaklingar hafa eftir vill ekki uppfært friðhelgisstillingar sínar svo að upplýsingum þeirra sé veitt nægileg vernd. Hér er að finna leiðbeiningar Persónuverndar um æskilegar friðhelgisstillingar á Facebook.

Merki - Persónuvernd

Almennt um samfélagsvefsíður Facebook er samfélagsvefsíða sem var stofnuð í febrúar 2004. Notendur skrá sig á síðuna og útbúa persónulega vefsíðu, eða s.k. prófíl, þar sem þeir geta deilt upplýsingum um sig, sett inn myndir, spjallað við aðra vini og fylgst með öðrum aðilum eins og vinum, hljómsveitum, fyrirtækjum eða öðrum opinberum aðilum. Samfélagsvefsíður hafa náð gríðarlegri útbreiðslu á undanförnum árum og hafa nú þegar fest sig í sessi sem ein aðal samskiptaleið einstaklinga. Með því er átt við að einstaklingar senda frekar skilaboð á samskiptavefsíðum eins og Facebook frekar en að nota aðrar hefðbundnari leiðir eins og að hringja eða senda tölvupóst. Tækninni fleygir fram hraðar en nokkurt réttarkerfi nær að fylgja eftir. Einungis tíminn mun leiða í ljós hvernig upplýsingar manna verða notaðar í framtíðinni. Þegar persónuupplýsingar hundruð milljóna manna eru samankomnar á einum stað eins og Facebook er oft erfitt að sjá fyrir sér í hvað upplýsingarnar eru notaðar og hver fær aðgang að þeim. Facebook hefur sett ítarlega notendaskilmála, sem notendur samþykkja við skráningu á samfélagsmiðilinn, sem og gagnaverndarstefnu sem aðgengilegar eru á vefsvæðinu. Vegna þess hve umfangsmiklar framangreindir skilmálar og gagnaverndarstefna eru telur Persónuvernd nauðsynlegt að leiðbeina íslenskum notendum um það hvernig þeir geti best nýtt sér sjálfsákvörðunarrétt sinn um hvaða persónuupplýsingar þeir deila með öðrum og geti m.ö.o. tryggt einkalíf sitt og persónuupplýsingar í upplýsingasamfélagi nútímans á þessari stærstu samfélagsvefsíðu heims.

Af hverju hefur Facebook sérstöðu? Facebook býr nú yfir 800 milljón notendum um allan heim. Samfélagsvefsíðan hefur vaxið gríðarlega á stuttum tíma og það magn upplýsinga sem finna má hjá þessum samfélagsrisa er því gífurlegt! Fyrirtæki, stofnanir, einstaklingar, verslanir – aðilar úr öllum geirum samfélagsins tengjast nú Facebook, hvort heldur sem notendur, auglýsendur eða á annan hátt. Möguleiki þess að persónuupplýsingum notenda sé miðlað til óviðkomandi eru því nánast takmarkalausir nema notendur sjálfir grípi í taumana. Gagnaverndunarstefna Facebook (e. Data Use Policy) er mjög ítarleg. Hana geta allir notendur nálgast og lesið á Facebook vefsvæði sínu. En sökum þess hve umfangsmikil gagnaverndunarstefnan er, því flóknara getur verið að virkja, eða yfir höfuð átta sig á, þeim friðhelgisstillingum sem í boði eru og notendur geta valið um.

Þann 28. janúar 2012 var evrópski persónuverndardagurinn. Aðildarríki ESB og EES hafa notað þennan dag til að árétti mikilvægi þess að einstaklingar verndi persónuupplýsingar sínar og sitt einkalíf. Ríkin vekja athygli borgaranna á þessum degi með ólíkum hætti. Persónuvernd hefur ákveðið að brýnt sé að setja fram leiðbeiningar fyrir notendur Facebook um það hvernig þeir geti best verndað persónuupplýsingar sínar og einkalíf á Facebook. Samfélagsvefsíðan býður notendum sínum upp á að vernda einkalíf sitt og upplýsingar en hins vegar er gagnaverndarstefna Facebook þannig að hægt er að tryggja vernd mismunandi upplýsinga á ólíkan hátt. Ef notandi vill einungis njóta friðhelgi um myndir sem hann setur inn, þá er það möguleiki. Á sama tíma gæti viðkomandi verið að miðla grunnpersónuupplýsingum um sig til hundruða aðila eftir því hvað hann hefur „líkað við“ margar viðbætur (e. application) á vefsvæðinu, jafnvel án sinnar vitundar. Fá tækniundur hafa vaxið jafn hratt og náð þeirri yfirburðastöðu sem Facebook hefur í reynd náð í heiminum. Reynt verður að setja leiðbeiningar fram á skýran og skilmerkilegan hátt m.a. með aðstoð mynda svo notendur geti verndað persónuupplýsingar sínar og einkalíf enn betur.

Við gerð leiðbeininganna hjá Persónuvernd var reynt eftir fremsta megni að setja leiðbeiningar fram á íslensku, en þar sem Facebook virðist nota íslensku og ensku jöfnum höndum reyndist það ekki alltaf mögulegt.

Leiðbeiningar Persónuverndar um æskilegar friðhelgisstillingar á Facebook.

Hjálplegir tenglarHeimasíða SAFTForeldrahandbók fyrir Facebook

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820