Aukning á málafjölda á milli ára hjá Persónuvernd
3. janúar 2012
Stöðug aukning hefur orðið í fjölda innkominna erinda hjá Persónuvernd, en á árinu 2011 voru nýskráð mál alls 1397 talsins. Þá voru til afgreiðslu 190 óafgreidd erindi frá fyrra ári. Alls hafði stofnunin því til meðferðar 1587 mál á árinu. Höfðu 1307 mál verið afgreidd við árslok. Til samanburðar voru nýskráð mál á árinu 2010 alls 1207. Það er tæplega 16% (15,74) aukning á milli ára.
Eftirfarandi töflur sýna einstakar tegundir afgreiddra mála 2011 og fjölda þeirra:
Tegundir
Fjöldi
Annað
50
Erlent samstarf
74
Frumkvæðismál
14
Fyrirspurnir/umsagnir/álit
463
Kvartanir/kærur/úrskurðir
139
Kynningar/námskeið/fyrirlestrar
17
Leyfisumsóknir
68
Mál vegna tilkynninga
470
Úttektarmál
3
Veitt leyfi
99
Alls
1397
Persónuvernd bárust alls 470 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Eru þær allar birtar á heimasíðu stofnunarinnar.