Viðbrögð við fréttum um gagnagrunn FME
28. desember 2011
Persónuvernd hafa borist fyrirspurnir vegna fréttaumfjöllunar um gagnagrunn Fjármálaeftirlitsins um verðbréfaviðskipti. Hefur því verið haldið fram að hann hafi ekki komið að notum þar sem Persónuvernd hafi lagst gegn því að leitað yrði eftir kennitölum fyrirtækja. Af því tilefni vill Persónuvernd koma upplýsingum á framfæri.
Persónuvernd hafa borist fyrirspurnir vegna fréttaumfjöllunar um gagnagrunn Fjármálaeftirlitsins um verðbréfaviðskipti. Hefur því verið haldið fram að hann hafi ekki komið að notum þar sem Persónuvernd hafi lagst gegn því að leitað yrði eftir kennitölum fyrirtækja. Af því tilefni vill Persónuvernd vekja athygli á eftirfarandi:
Í aðdraganda þess að reglugerð nr. 108/2007 var sett veitti Persónuvernd viðskiptaráðuneytinu umbeðna umsögn, dags. 5. desember 2007. Hún tók enga afstöðu til þess hvernig auðkenningu lögaðila, s.s. fyrirtækja og félaga ýmiss konar, yrði háttað. Varðandi einstaklinga var, með hliðsjón af framkvæmd í Danmörku, ekki gerð athugasemd við að tilkynningar yrðu auðkenndar með nöfnum og heimilisföngum einstaklinga, auk reikningsnúmera.
Umsögn Persónuverndar frá 5. desember 2007