Fara beint í efnið
Persónuvernd Forsíða
Persónuvernd Forsíða

Persónuvernd

Lagt fyrir opinberar þýskar stofnanir að loka aðdáendasíðum á Facebook og fjarlægja „líkar við“ hnappa á heimasíðum

19. ágúst 2011

Þýski persónuverndarfulltrúinn í Slésvík-Holstein hefur lagt fyrir að allar opinberar stofnanir loki s.k. aðdáendasíðum sínum á Facebook og fjarlægi s.k. „líkar við“-hnappa á heimasíðum sínum.  Er þetta niðurstaða hans eftir að framkvæmd var rannsókn af hálfu embættisins á Facebook. Komst persónuverndarfulltrúinn að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd gangi gegn ákvæðum þýskra fjarskiptalaga og persónuverndarlaga.

Merki - Persónuvernd

Þýski persónuverndarfulltrúinn í Slésvík-Holstein hefur lagt fyrir að allar opinberar stofnanir loki s.k. aðdáendasíðum sínum á Facebook og fjarlægi s.k. „líkar við“-hnappa á heimasíðum sínum.

Er þetta niðurstaða hans eftir að framkvæmd var rannsókn af hálfu embættisins á Facebook. Komst persónuverndarfulltrúinn að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd gangi gegn ákvæðum þýskra fjarskiptalaga og persónuverndarlaga.

Í fréttatilkynningu þýska persónuverndarfulltrúans í Slésvík-Holstein kemur einnig fram að hver sá sem noti facebook.com eða notist við viðbót geti búist við því að fylgst verði með viðkomandi af hálfu fyrirtækisins í tvö ár. Með þessu byggi Facebook upp víðtæk persónusnið og slík snið brjóti í bága við bæði þýsk persónuverndarlög og tilskipun Evrópusambandsins. Þá telur þýski fulltrúinn að fræðsluskyldu af hálfu Facebook sé ekki fullnægt og notandinn geti með engu móti fengið vitneskju um hvað verði um þær upplýsingar sem um hann safnast.

Þá leiðbeinir persónuverndarfulltrúinn einstaklingum um að forðast það að ýta á „líkar við“ hnappa á heimasíðum og stofna Facebook-aðgang ef þeir vilja ekki að safnað sé um þá víðtækum persónuupplýsingum.

Fréttatilkynning þýska persónuverndarfulltrúans í Slésvík-Holstein.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820