Svissneskur stjórnsýsludómstóll telur framkvæmd Google Street View fara í bága við friðhelgi einkalífs
7. apríl 2011
Þann 30. mars 2011 komst stjórnsýsludómstóllinn í Sviss að þeirri niðurstöðu að Google Street View brjóti gegn friðhelgi einkalífs og sé þannig í andstöðu við svissnesk lög.
Þann 30. mars 2011 komst stjórnsýsludómstóllinn í Sviss að þeirri niðurstöðu að Google Street View brjóti gegn friðhelgi einkalífs og sé þannig í andstöðu við svissnesk lög.
Í dómi sínum komst dómstóllinn að meðal annars að þeirri niðurstöðu að:
Google beri að tryggja að bæði andlit og bílnúmer séu gerð ópersónugreinanleg áður en myndir eru birtar á internetinu. Þá kemur enn fremur fram að í nágrenni við staði sem geta verið viðkvæmir, s.s. spítalar, fangelsi og kvennaathvörf, skuli Google ekki eingöngu afmá andlit heldur enn fremur aðra einkennandi þætti, s.s. litarhaft, fatnað og stuðningstæki, þannig að einstaklingar séu með öllu óþekkjanlegir.
Google sé óheimilt að taka myndir af einkasvæðum, s.s. lokuðum görðum, sem er falið almenningi. Þá er Google gert að fjarlægja allar slíkar myndir sem nú þegar er að finna hjá Google Street View eða afla samþykkis þeirra sem málið varðar.
Myndir af einkavegum séu heimilar að því tilskildu að persónuupplýsingar hafi verið gerðar ópersónugreinanlegar og ekki sé að finna nein einkasvæði sem séu falin almenningi.
Áður en teknar eru myndir af tilteknum svæðum skal Google ekki eingöngu tilkynna slíkt á heimasíðu Google Maps heldur einnig í héraðsfréttablöðum o.þ.h. Það sama eigi við þegar myndir séu birtar á internetinu.
Hér er að finna fréttatilkynningu FDPIC (svissnesku persónuverndarstofnunarinnar) og hér frekari upplýsingar um Google Street View hjá FDPIC.