Evrópski persónuverndardagurinn 2011
22. febrúar 2011
Þann 28. janúar síðastliðinn var evrópski persónuverndardagurinn haldinn í fimmta skipti.
Þann 28. janúar síðastliðinn var evrópski persónuverndardagurinn haldinn í fimmta skipti. Dagurinn er haldinn hátíðlegur þennan dag þar sem Evrópuráðssamningur um vernd einstaklinga varðandi vélræna vinnslu persónuupplýsinga var gerður þennan dag árið 1981. Ætlunin með Persónuverndardeginum er að vekja athygli almennings á réttinum til persónuverndar og friðhelgi einkalífs.
Ýmsir aðilar brydduðu upp á nýjungum í tilefni dagsins. Evrópski persónuverndarfulltrúinn gaf út myndband í tilefni dagsins. Það er að finna hér Þá gaf Evrópusambandið út myndband um nethegðun og birti á heimasíðu sinni. Það er að finna hér.
Danska Persónuverndarstofnunin gaf út spurningakönnun þar sem einstaklingar geta kannað þekkingu sína á málefnum er varða Persónuvernd. Könnunina er að finna hér.