Vinstri beygja bönnuð
15. desember 2025
Nú er bannað að beygja til vinstri á þessum stað, þ.e.a.s. þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík að gatnamótum við Borgartún. Þrátt fyrir áberandi merkingar vefst þetta fyrir sumum ökumönnum sem hafa fengið sekt fyrir vikið. Minnum því ökumenn á að virða þessi umferðarmerki sem önnur, bæði öryggisins vegna en líka til að forðast óþarfa útgjöld, en sektin fyrir þetta brot er 20 þúsund kr.
