Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Vikulangt gæsluvarðhald

15. ágúst 2025

Karlmaður á þrítugsaldri var í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 20. ágúst, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á kynferðisbroti í umdæminu.

Tilkynning um málið barst lögreglu á þriðjudag og var maðurinn handtekinn í kjölfarið.

Rannsókn lögreglunnar er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.