Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Lögreglan Forsíða
Lögreglan Forsíða

Lögreglan

Viðvörun vegna fyrirmælasvika

3. júlí 2025

Undanfarnar vikur hafa netöryggissveitinni CERT-IS borist tilkynningar þar sem svikarar hafa blekkt fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir.

Svo virðist sem að yfirstandandi bylgja beinist einna helst að fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar. Þá er sömuleiðis afar mikilvægt að sannreyna allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Mjög mikilvægt er að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi, en óprúttnir aðilar láta oft á sér kræla á sumrin í þeirri von að starfsmannavelta vegna sumarfría auki líkurnar á því að starfsfólk falli fyrir svikum.

Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi.

Sjá nánar á heimasíðu CERT-IS

Heimasíða CERT-IS